Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 10:03 Grímuklæddir gestir Disneyland-skemmtigarðsins í Hong Kong. Honum verður lokað frá og með morgundeginum vegna fjölgunar nýrra smita í borgríkinu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44