Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júlí 2020 21:45 Ragnar Axelsson á vettvangi. „Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur. Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
„Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur.
Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48
Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31