Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júlí 2020 21:45 Ragnar Axelsson á vettvangi. „Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur. Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur.
Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48
Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31