Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Íris Róbertsdóttir segir Þjóðhátíð vera stærsta viðburð ársins fyrir marga. Vísir/Jói K. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. Það hafi þó verið það eina skynsamlega í stöðunni í ljósi aðstæðna en það hafi verið löngu ljóst að Þjóðhátíð yrði ekki í sömu mynd og undanfarin ár. „Þjóðhátíð er náttúrulega engin venjuleg útihátíð [..] Fyrir marga er þetta eins og það sé búið að aflýsa jólunum. Tímatalið okkar er fyrir og eftir Þjóðhátíð. Þetta hefur ofboðslega miklar afleiðingar fyrir samfélagið allt heima,“ sagði Íris í viðtali í Bítinu í morgun. Hún segir Þjóðhátíð mikilvæga fyrir hagkerfið í Vestmannaeyjum. Margir rekstraraðilar treysta á að bjóða upp á þjónustu yfir helgina og þá sé þetta einn stærsti viðburður í menningarlífi Vestmanneyinga. Hún sé því ánægð með Þjóðhátíðarnefnd að þora að taka þessa ákvörðun. „Okkur finnst þetta öllum erfitt en þetta er rétt ákvörðun. Það er ekki hægt að bera ábyrgð á því að Þjóðhátíð sé að halda einhverskonar viðburði sem yrði til þess að fullt fullt af fólki kæmi saman og við gætum ekki ráðið við það.“ Fólk mun alltaf fara eitthvert Aðspurð hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að halda Þjóðhátíð undir eftirliti í stað þess að fólk færi að koma saman annars staðar segir Íris það alveg vera umræðu sem eigi rétt á sér. Hún geti þó ekki borið ábyrgð á öðrum stöðum en í Vestmannaeyjum. „Fólk mun fara eitthvað. Nú er ég farin að venja mig á að segja Verslunarmannahelgina því ég kalla þessa helgi alltaf Þjóðhátíðarhelgina, en auðvitað þyrfti að gera eitthvað. Ég er alveg viss um það að það verður talsvert af fólki í Vestmannaeyjum.“ Hún bendir á að Vestmanneyingar séu í betri stöðu til þess að fylgjast með fjölda fólks, enda þarf fólk annað hvort að koma með Herjólfi eða í flugi. Hún meti það sem svo að það hafi verið rétt ákvörðun að halda hámarksfjölda í fimm hundruð manns í ljósi þess að smit eru farin að greinast á ný og hún beri fullt traust Þórólfs. „Fólk er náttúrulega með sorg í hjarta, en það var ekkert annað að gera.“ Eflaust margir sem syrgja það að fá ekki að syngja í brekkunni í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina í ár.Vísir/Sigurjón Mikið tekjutap fyrir ÍBV Íris, sem var áður formaður ÍBV, þekkir vel hversu mikilvæg Þjóðhátíð er fyrir íþróttafélagið. Hátíðin skili félaginu að minnsta kosti sextíu prósent tekna þess og því skipti sköpum að það hafi getað haldið þau íþróttamót sem voru á dagskrá í sumar. Það gæti þó haft áhrif á rekstur félagsins að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. „Félagið hefur með miklum myndarskap haldið fjóra eða fimm af stærstu viðburðum í Vestmannaeyjum á hverju ári. Mótin tvö sem við héldum að yrðu jafnvel ekki haldin, þau voru haldin. Svo er Þjóðhátíð auðvitað þessi stóri viðburður sem félagið getur ekki haldið, og risastór þáttur í því að æfingagjöld í Vestmannaeyjum eru mjög lág á landsvísu því stór hluti af hagnaði Þjóðhátíðar fer í að greiða niður barna- og unglingastarf,“ segir Íris. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að íþróttastarfið verði niðurgreitt með sama hætti næsta ár. Félagið hafi þó óskað eftir því að eiga samtal við sveitarfélagið í vetur ef allt færi á versta veg. „Bærinn er allavega opinn fyrir því að taka þetta samtal við íþróttafélagið því íþróttafélagið er okkur gríðarlega mikilvægt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44 Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. Það hafi þó verið það eina skynsamlega í stöðunni í ljósi aðstæðna en það hafi verið löngu ljóst að Þjóðhátíð yrði ekki í sömu mynd og undanfarin ár. „Þjóðhátíð er náttúrulega engin venjuleg útihátíð [..] Fyrir marga er þetta eins og það sé búið að aflýsa jólunum. Tímatalið okkar er fyrir og eftir Þjóðhátíð. Þetta hefur ofboðslega miklar afleiðingar fyrir samfélagið allt heima,“ sagði Íris í viðtali í Bítinu í morgun. Hún segir Þjóðhátíð mikilvæga fyrir hagkerfið í Vestmannaeyjum. Margir rekstraraðilar treysta á að bjóða upp á þjónustu yfir helgina og þá sé þetta einn stærsti viðburður í menningarlífi Vestmanneyinga. Hún sé því ánægð með Þjóðhátíðarnefnd að þora að taka þessa ákvörðun. „Okkur finnst þetta öllum erfitt en þetta er rétt ákvörðun. Það er ekki hægt að bera ábyrgð á því að Þjóðhátíð sé að halda einhverskonar viðburði sem yrði til þess að fullt fullt af fólki kæmi saman og við gætum ekki ráðið við það.“ Fólk mun alltaf fara eitthvert Aðspurð hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að halda Þjóðhátíð undir eftirliti í stað þess að fólk færi að koma saman annars staðar segir Íris það alveg vera umræðu sem eigi rétt á sér. Hún geti þó ekki borið ábyrgð á öðrum stöðum en í Vestmannaeyjum. „Fólk mun fara eitthvað. Nú er ég farin að venja mig á að segja Verslunarmannahelgina því ég kalla þessa helgi alltaf Þjóðhátíðarhelgina, en auðvitað þyrfti að gera eitthvað. Ég er alveg viss um það að það verður talsvert af fólki í Vestmannaeyjum.“ Hún bendir á að Vestmanneyingar séu í betri stöðu til þess að fylgjast með fjölda fólks, enda þarf fólk annað hvort að koma með Herjólfi eða í flugi. Hún meti það sem svo að það hafi verið rétt ákvörðun að halda hámarksfjölda í fimm hundruð manns í ljósi þess að smit eru farin að greinast á ný og hún beri fullt traust Þórólfs. „Fólk er náttúrulega með sorg í hjarta, en það var ekkert annað að gera.“ Eflaust margir sem syrgja það að fá ekki að syngja í brekkunni í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina í ár.Vísir/Sigurjón Mikið tekjutap fyrir ÍBV Íris, sem var áður formaður ÍBV, þekkir vel hversu mikilvæg Þjóðhátíð er fyrir íþróttafélagið. Hátíðin skili félaginu að minnsta kosti sextíu prósent tekna þess og því skipti sköpum að það hafi getað haldið þau íþróttamót sem voru á dagskrá í sumar. Það gæti þó haft áhrif á rekstur félagsins að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. „Félagið hefur með miklum myndarskap haldið fjóra eða fimm af stærstu viðburðum í Vestmannaeyjum á hverju ári. Mótin tvö sem við héldum að yrðu jafnvel ekki haldin, þau voru haldin. Svo er Þjóðhátíð auðvitað þessi stóri viðburður sem félagið getur ekki haldið, og risastór þáttur í því að æfingagjöld í Vestmannaeyjum eru mjög lág á landsvísu því stór hluti af hagnaði Þjóðhátíðar fer í að greiða niður barna- og unglingastarf,“ segir Íris. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að íþróttastarfið verði niðurgreitt með sama hætti næsta ár. Félagið hafi þó óskað eftir því að eiga samtal við sveitarfélagið í vetur ef allt færi á versta veg. „Bærinn er allavega opinn fyrir því að taka þetta samtal við íþróttafélagið því íþróttafélagið er okkur gríðarlega mikilvægt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44 Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Sjá meira
Þjóðhátíð formlega aflýst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. 14. júlí 2020 15:44
Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. 10. júlí 2020 15:14