47 laxa holl í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2020 14:13 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið. Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið.
Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði