Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 22:02 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum. Sýrland Bretland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum.
Sýrland Bretland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira