Aubameyang skaut Arsenal í úrslitaleikinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Maðurinn.
Maðurinn. vísir/Getty

Arsenal mun leika úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þetta árið eftir 2-0 sigur á Manchester City í undanúrslitaleik á Wembley í kvöld.

Leikurinn var aðeins nítján mínútna gamall þegar Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir eftir undirbúning Nicolas Pepe en áður hafði Alexandre Lacazetta skorað mark sem dæmt var af vegna rangstöðu.

Man City var mun meira með boltann en Arsenal nýtti sín upphlaup vel og úr einu þeirra skoraði Gabonmaðurinn annað mark sitt og annað mark Arsenal en það kom á 71.mínútu.

Sóknarmenn Man City áttu engin svör við varnarleik Arsenal og fór að lokum svo að Arsenal vann 2-0 sigur og mun mæta annað hvort Manchester United eða Chelsea í úrslitaleik keppninnar þann 1.ágúst næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira