Bour­nemouth rær líf­róður eftir tap á heima­velli

Sindri Sverrisson skrifar
Bournemouth er í miklum vandræðum í fallbaráttunni.
Bournemouth er í miklum vandræðum í fallbaráttunni. vísir/getty

Bournemouth rær lífróður í ensku úvralsdeildinni eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Southampton á heimavelli í dag.

Fyrsta mark leiksins skoraði Danny Ings á 41. mínútu en eftir sendingu frá Nathan Redmond kláraði Ings færið vel.

Ings fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik en hann brenndi fa vítaspyrnu eftir klukkutímaleik.

Buornemouth fékk ekki mörg tækifæri til að jafna metin og Southampton var líklegra til að tvöfalda forystuna.

Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, hélt þeim á floti en í uppbótartíma virtist Sam Surridge vera jafna metin fyrir heimamenn.

VARsjáin dæmdi hins vegar markið af vegna rangstöðu og í stað þess að staðan væri jöfn þá tvöfaldaði Che Adams metin á sjöundu mínútu í  uppbótartíma. Lokatölur 2-0.

Buornemouth er nú í 18. sætinu, þremur stigum frá Watford, en liðið er fallið ef Watford nær stigi gegn Manchester City á þriðjudaginn.

Southampton er í 11. sætinu með 49 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira