Enski boltinn

Mourin­ho talaði um Manchester United og heppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á æfingasvæði Tottnham á dögunum.
Mourinho á æfingasvæði Tottnham á dögunum. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hafði ekki mikið spáð í Meistaradeildarbaráttunni er hann var spurður út í hana á blaðamannafundi gærdagsins.

Tottenham á ekki möguleika á Meistaradeildarsæti en Chelsea, Leicester, Manhcester United og Wolves berjast um síðustu tvö sætin í Meistaradeildina.

Mourinho hafði ekki mikið skoðað stöðuna er hann ræddi við blaðamenn fyrir leikinn gegn Leicester um helgina.

„Fyrst og fremst er ekki ég að velta mér upp á þessu og veit ekki hvað er mögulegt fyrir þá,“ sagði Mourinho um möguleika Leicester.

„Ég held að þau spila síðasta leikinn gegn hvort öðru [Leicester og Man. Utd] og ég veit ekki hvort að úrslitin geti verið ráðin þá. Ég veit heldur ekki hvort að Chelsea sé í öruggri stöðu en ég held ekki. Ég held að þeir séu enn í baráttunni.“

„Ef Manchester United tekst að ná þessu þá er það vegna þess að þeir eiga það skilið og þeir hafa spilað vel síðari hlutann á tímabilinu. Að auki vita allir að þeir hafa verið að hluta til heppnir. Oftar en einu sinni. Við höfðum til að mynda ekki þessa heppni,“ sagði fyrrum stjóri United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×