Ákvörðun Icelandair lögleg að mati sérfræðings í vinnurétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 19:25 Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára. Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára.
Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41
Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10