Uppsagnir verða dregnar til baka Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. júlí 2020 02:42 Öllum flugfreyjum hjá Icelandair var sagt upp á föstudaginn. Þær uppsagnir verða að óbreyttu dregnar til baka. Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira