Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 22:26 Carrie Lam tilkynnti um hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hana má sjá slagorðið „Verjumst veirunni!“ stórum stöfum. Qin Louyue/Getty Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira