„Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2020 15:31 Ásgeir Trausti varð að halda tónleika í Hrísey. Mynd/valgeir magnússon Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum. Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum.
Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira