Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2020 18:54 Frá fundi Flugfreyja á Hilton Nordica í dag. Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“ Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“
Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42