Rannsaka dauða manns eftir að myndband sýndi lögreglu krjúpa á baki hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:45 Black Lives Matter mótmælaganga í Liege í Belgíu. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum. Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum.
Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira