Kynþáttafordómar

Fréttamynd

Drasl

„Þetta var fallegur dagur í dag.“Ég ákvað að dagurinn yrði að vera fallegur því ég las svolítið sem stakk mig í hjartað, svolítið sem mér þótti vont að heyra frá manneskju sem hefur verið það heppin að deila með mér þeim forréttindum að alast upp og búa í landi þar sem átök hafa ekki geisað í manna minnum.

Skoðun
Fréttamynd

UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig

Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk.

Skoðun
Fréttamynd

„Við útrýmum ekki of­beldi með hatri“

Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Líkt við apa og klappað eins og hundi

Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Brast í grát á blaða­manna­fundi

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sam­mæltust um starfs­lok í kjöl­far rasískra um­mæla

Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er al­ger­lega að fella rasistagrímuna“

Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast.

Lífið
Fréttamynd

Kyn­þáttur hafi verið hand­tökunni ó­við­komandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli

Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki.  

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“

Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er í lagi að vera for­vitinn, en komiði samt kurteisis­lega fram“

David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á.

Innlent
Fréttamynd

Beittur kyn­þátta­níði og sagt að fremja sjálfs­morð

Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum.

Sport
Fréttamynd

„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín

Hannes Hólm­steinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna á­sakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifs­stöð um helgina. Hann segir mynd úr matar­boði í gær­kvöldi sem hann birti á Face­book, þar sem Hannes sagði enga múslima vera við­stadda, hafa verið setta fram í gaman­semi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Fékk reglu­lega morð­hótanir frá nas­istum

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Innlent