Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:21 Halldór Benjamín telur Ragnar Þór vera kominn langt út fyrir sitt verksvið: „Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR.“ visir/vilhelm „Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39