United og Leicester gætu mæst í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 14:00 Leicester City tekur á móti Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. getty/Gary Prior Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira