Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 08:38 Það má vera að búið sé að blása Þjóðhátíð af, formlega, en ekkert fær því breytt að Árni Johnsen mun bregða gítar á loft og þenja raddböndin eins og hann hefur gert undanfarin 40 ár. visir/vilhelm „Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40