Mynduðu hnetti á braut um stjörnu sem líkist sólinni í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 13:17 Móðurstjarnan TYC 8998-760-1 er í efra vinstra horni myndarinnar og gasrisarnir tveir sjást á miðju hennar og í neðra hægra horni. ESO/Bohn og fleiri Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira