Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 14:12 Kjarninn segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, sé á meðal þeirra sem séu nefndir í rannsókn sem fer fram í Namibíu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07
Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23