Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 21:12 Boris Johnson hefur verið forsætisráðherra Bretlands í eitt ár upp á dag. WILL OLIVER/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira