Golf

Tveir Bandaríkjamenn leiða fyrir lokahringinn í dag

Ísak Hallmundarson skrifar
Michael Thompson er efstur ásamt Richy Werenski.
Michael Thompson er efstur ásamt Richy Werenski. getty/Stacy Revere

Michael Thompson og Richy Werenski eru efstir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu. Mótið er hluti af PGA og fer lokahringurinn fram í dag.

Thompson og Werenski enduðu báðir á 68 höggum í gær, eða þremur undir pari, og eru samtals fimmtán höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Bandaríkjamaðurinn Tony Finau koma næstir á eftir á þrettán höggum undir pari.

Stærstu nöfnin eru ekki með að þessu sinni. Jon Rahm sem er efstur á heimslistanum tók ekki þátt, sömuleiðis hvorki Tiger Woods né Rory McIlroy ásamt fleiri þekktum kylfingum. Stærstu nöfn mótsins eru líklega Brooks Koepka og Matthew Wolff. Wolff er í 13. sæti á tíu höggum undir pari en Koepka komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá lokahringnum hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×