Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 08:40 Solskjær getur ekki verið annað en ánægður með innkomu Bruno í enska boltann. Peter Powell/Getty Images Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55