Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 09:40 Á myndinni má sjá fjóra af þeim fimm leikmönnum Liverpool sem eru í liði ársins. Vísir/Visionhaus Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40