Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 09:57 Einar Hermannsson nýr formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14
Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45