Enski boltinn

De Bruyne segist hafa slegið met Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og David Silva.
Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og David Silva. VÍSIR/GETTY

Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, segist hafa slegið stoðsendingarmet Thierry Henry á tímabilinu þrátt fyrir að enska úrvalsdeildin vilji ekki meina það.

Miðjumaðurinn jafnaði, að sögn ensku úrvalsdeildarinnar, metið í 5-0 sigrinum á Norwich í lokaumferðinni en stoðsendingamet Henry hefur staðið frá árinu 2002/2003.

Í viðtali við Goal segir De Bruyne frá því að hann hafi átt tvær stoðsendingar gegn Arsenal í vetur sem hafi ekki talið.

Hann var svekktur, eðlilega, að missa af metinu en hann endaði með tuttugu stoðsendingar, jafn margar og Henry tímabilið 2002/2003.

„Ég átti tvær í viðbót en þið tókuð þær af mér svo ég er enn að segja að ég hafi átt að vera fyrir ofan Henry,“ sagði De Bruyne.

„Svona er þetta. Ég verð að þakka liðsfélögunum því ég er auðvitað að leggja upp mörk fyrir þá og ég er þakklátur fyrir það. Það er gott að eiga metið og deila því með Henry.“

Tímabilið hjá City er ekki lokið því þeir eru enn inn í Meistaradeildinni. Þeir eiga eftir síðari leikinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en City leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×