KR fengið öll sjö stigin sín eftir sóttkvína: „Held að hún hafi gert okkur gott“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 15:15 Ingunn Haraldsdóttir er fyrirliði KR. vísir/vilhelm „Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira