KR fengið öll sjö stigin sín eftir sóttkvína: „Held að hún hafi gert okkur gott“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 15:15 Ingunn Haraldsdóttir er fyrirliði KR. vísir/vilhelm „Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira