Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 21:47 Stefnt er að því að skemmta sér í Eyjum þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira