Rainn Wilson og Stjörnu-Sævar spjalla um loftslagsvána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 08:05 Sævar Helgi og Rainn Wilson rölta eftir Tryggvagötunni og spjalla um loftslagsmál. Skjáskot/YouTube Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Sjá meira
Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Sjá meira
Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54
Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57
Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40