Íslenski boltinn

Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkir og Grótta eiga bæði leiki í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Fylkir og Grótta eiga bæði leiki í Mjólkurbikarnum í kvöld. vísir/vilhelm

Engir áhorfendur verða á leikjum kvöldsins í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Sjö leikir eru á dagskránni í kvöld. Þetta kemur fram á Twitter-síðum Víkings og KA.

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda í dag beindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, því til íþróttahreyfingarinnar að öllum kappleikjum fullorðinna yrði frestað um viku. Er þar átt við kappleiki iðkenda sem eru fæddir árið 2000 eða fyrr.

Hertari aðgerðir vegna kórónufaraldursins taka gildi á hádegi á morgun. Þá verða fjöldatakmörk m.a. lækkuð úr 500 manns í 100 manns og tveggja metra reglan verður ekki lengur valkvæð.

Þrír leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld; leikir KA og ÍBV, FH og Þórs og Víkings og Stjörnunnar.

Leikur Vals og ÍA á Origo-vellinum átti að fara fram annað kvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær hann verður.

Leikir kvöldsins í Mjólkurbikar karla

  • Kl. 17:45 KA - ÍBV (beint á Stöð 2 Sport 3)
  • Kl. 18:00 FH - Þór (beint á Stöð 2 Sport)
  • Kl. 19:15 Breiðablik - Grótta
  • Kl. 19:15 KR - Fjölnir
  • Kl. 19:15 Fram - Fylkir
  • Kl. 19:15 HK - Afturelding
  • Kl. 20:00 Víkingur - Stjarnan (beint á Stöð 2 Sport)

Tengdar fréttir

Telur knattspyrnulið áfram geta æft

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.

Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum

Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×