Koepka í miklum ham í aðdraganda fyrsta risamótsins Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:30 Brooks Koepka mundar kylfuna í Memphis í gær. VÍSIR/GETTY Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira