Fyrsti Formúlu 1-ökuþórinn greinist með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 13:30 Sergio Pérez endaði í 7. sæti í ungverska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. getty/Peter Fox Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira