Golf

Heiðruðu minningu dóttur Villegas á mótinu

Sindri Sverrisson skrifar
Brooks Koepka lék best á fyrsta degi mótsins. Hann spilar með regnbogaborða á derhúfunni eins og sjá má.
Brooks Koepka lék best á fyrsta degi mótsins. Hann spilar með regnbogaborða á derhúfunni eins og sjá má. VÍSIR/GETTY

Kylfingar á PGA-mótinu í Memphis eru margir með regnbogalitaðan borða til að minnast dóttur Camilo Villegas, Miu, sem lést á sunnudag aðeins 22 mánaða gömul.

Mia lést úr krabbameini en æxli höfðu fundist í heila hennar og mænu. Villegas, sem hefur unnið fjögur mót á PGA-mótaröðinni, greindi frá veikindum dóttur sinnar í síðasta mánuði.

Mia gekkst undir aðgerð eftir að æxlin greindust í mars. Eftir þá aðgerð var ljóst að hún þyrfti frekari meðferð en hún lést á sjúkrahúsi í Miami á sunnudag.

Til að minnast Miu og sýna föður hennar stuðning eru kylfingar með regnbogalitaða borða á FedEx St. Jude sem hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudag, en regnbogar voru í miklu uppáhaldi hjá henni.

Rory McIlroy heiðraði minningu Míu litlu eins og fleiri.VÍSIR/GETTY



Fleiri fréttir

Sjá meira


×