Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 17:07 Jarosław Kaczyński, leiðtogi Laga og réttlætisflokksins, undirbýr nú innleiðingu nýrra laga sem takmarka ritstjórnarfrelsi fjölmiðla. EPA/Wojtek Jargilo Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38
Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent