Hyggjast byrja að bólusetja í október Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 21:39 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra á fundi í janúar síðastliðinn. ALEXEI DRUZHININ/KREML/EPA Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa. Ráðherrann hefur þá sagt að læknar og kennarar yrðu fyrstu starfsstéttirnar sem yrðu bólusettar. Reuters-fréttastofan hefur þá heimildir fyrir því að bóluefnið sem Rússar hyggjast nota verði samþykkt af þar til bærum eftirlitsaðilum síðar í ágúst. Þó hafa einhverjir áhyggjur af fyrirætlunum Rússa um að byrja að bólusetja. Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segist vona að Rússar, og Kínverjar sem einnig hyggja á bólusetningu fyrir veirunni á næstunni, hafi raunverulega prófað bóluefnið áður en það verður tekið í almenna notkun. Fauci hefur sagt að „öruggt og skilvirkt“ bóluefni verði tilbúið í Bandaríkjunum í lok þessa árs. Hann segist telja að Bandaríkin muni geta séð um sig sjálf í bóluefnamálum. „Ég tel það ekki vera svo að margir muni koma fram með bóluefni svo langt á undan okkur að við komum til með að þurfa að treysta á önnur ríki til þess að fá bóluefni,“ sagði Fauci við þingnefnd Bandaríkjaþings á dögunum. Verið er að þróa tugi mismunandi mögulegra bóluefna við veirunni víða um heim og eru yfir 20 þeirra nú í meðferðarrannsóknum. Murashko heilbrigðisráðherra segir að meðferðarrannsókn á rússneska bóluefninu sé lokið. Nú þurfi bara að vinna pappírsvinnuna til að fá bóluefnið samþykkt. „Við hyggjum á útbreidda bólusetningu í október.“ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa. Ráðherrann hefur þá sagt að læknar og kennarar yrðu fyrstu starfsstéttirnar sem yrðu bólusettar. Reuters-fréttastofan hefur þá heimildir fyrir því að bóluefnið sem Rússar hyggjast nota verði samþykkt af þar til bærum eftirlitsaðilum síðar í ágúst. Þó hafa einhverjir áhyggjur af fyrirætlunum Rússa um að byrja að bólusetja. Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segist vona að Rússar, og Kínverjar sem einnig hyggja á bólusetningu fyrir veirunni á næstunni, hafi raunverulega prófað bóluefnið áður en það verður tekið í almenna notkun. Fauci hefur sagt að „öruggt og skilvirkt“ bóluefni verði tilbúið í Bandaríkjunum í lok þessa árs. Hann segist telja að Bandaríkin muni geta séð um sig sjálf í bóluefnamálum. „Ég tel það ekki vera svo að margir muni koma fram með bóluefni svo langt á undan okkur að við komum til með að þurfa að treysta á önnur ríki til þess að fá bóluefni,“ sagði Fauci við þingnefnd Bandaríkjaþings á dögunum. Verið er að þróa tugi mismunandi mögulegra bóluefna við veirunni víða um heim og eru yfir 20 þeirra nú í meðferðarrannsóknum. Murashko heilbrigðisráðherra segir að meðferðarrannsókn á rússneska bóluefninu sé lokið. Nú þurfi bara að vinna pappírsvinnuna til að fá bóluefnið samþykkt. „Við hyggjum á útbreidda bólusetningu í október.“
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira