Golf

Justin Thomas sigraði St. Jude Invitational

Ísak Hallmundarson skrifar
Justin Thomas er efstur á heimslistanum í golfi.
Justin Thomas er efstur á heimslistanum í golfi. getty/Keyur Khamar

Justin Thomas er orðinn efstur á heimslistanum í golfi eftir sigur á St. Jude Invitational mótinu í gær. Mótið er eitt af sterkustu mótunum á PGA-mótaröðinni, en efstu 50 kylfingarnir á heimslistanum hafa þátttökurétt á mótinu auk sigurvegara á sterkustu mótunum.

Thomas lék mótið á þrettán höggum undir pari og lék lokahringinn í gær á 65 höggum, fimm höggum undir pari. 

Fjórir kylfingar deildu öðru sætinu, þeir Phil Mickelson, Daniel Berger, Brooks Koepka og Tom Lewis voru allir á tíu höggum undir pari. 

Rickie Fowler lék á sjö höggum undir pari, rétt eins og Brendon Todd sem var efstur fyrir lokahringinn. Todd náði sér hinsvegar ekki á strik í gær og lék á fimm höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×