Hverjir væru markahæstir ef víti væru tekin út fyrir sviga? Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 23:00 Jamie Vardy vann gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. getty/Rich Linley Það hefur oft verið rætt meðal sparkspekinga hvort mörk úr vítaspyrnum eigi að fá að telja í baráttunni um gullskóinn. Sú umræða er orðin háværari núna eftir að Ciro Immobile og Cristiano Ronaldo voru markahæstu menn í ítölsku úrvalsdeildinni, en þeir skoruðu úr þónokkrum vítaspyrnum. Ciro Immobile skoraði 14 mörk af vítapunktinum á nýliðnu tímabili af þeim 36 mörkum sem hann skoraði í ítölsku úrvalsdeildinni. Tólf mörk af 31 marki Cristiano Ronaldo í deildinni komu af vítapunktinum. Ef vítaspyrnur væru dregnar frá væri Francesco Caputo, leikmaður Sassuolo, næstmarkahæstur í ítölsku deildinni með 19 mörk ásamt Cristiano Ronaldo. Vefsíðan FootballCritic tekur saman lista yfir þá sem hefðu unnið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár ef vítaspyrnur myndu ekki telja með. Jamie Vardy sem hreppti gullskóinn í ár með því að skora 23 mörk væri aðeins í 4. sæti ef eingöngu eru talin með mörk sem ekki eru skoruð af vítapunktinum. Danny Ings hefði verið markahæstur í ár með 21 mark, en hann skoraði aðeins eitt af vítapunktinum á nýafstaðinni leiktíð og var samtals með 22 mörk. Pierre-Emerick Aubameyang væri annar með 20 mörk, hann skoraði tvö af vítapunktinum og var því með 22 mörk í heild. Raheem Sterling hefði verið í þriðja sæti með 20 mörk en hann skoraði ekki eitt einasta mark úr víti á leiktíðinni. Jamie Vardy væri síðan í fjórða sæti með 19 mörk, fjögur af þeim 23 sem hann skoraði komu úr vítaspyrnum. Í fyrra hefði Sadio Mane hreppt gullskóinn, þá var hann með 22 mörk eins og Mohammed Salah, en Mane skoraði ekkert þeirra úr víti. Árið 2018 skoraði Salah hinsvegar 32 mörk og aðeins eitt þeirra úr víti og átti hann þann markakóngstitil fyllilega skilið. Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Það hefur oft verið rætt meðal sparkspekinga hvort mörk úr vítaspyrnum eigi að fá að telja í baráttunni um gullskóinn. Sú umræða er orðin háværari núna eftir að Ciro Immobile og Cristiano Ronaldo voru markahæstu menn í ítölsku úrvalsdeildinni, en þeir skoruðu úr þónokkrum vítaspyrnum. Ciro Immobile skoraði 14 mörk af vítapunktinum á nýliðnu tímabili af þeim 36 mörkum sem hann skoraði í ítölsku úrvalsdeildinni. Tólf mörk af 31 marki Cristiano Ronaldo í deildinni komu af vítapunktinum. Ef vítaspyrnur væru dregnar frá væri Francesco Caputo, leikmaður Sassuolo, næstmarkahæstur í ítölsku deildinni með 19 mörk ásamt Cristiano Ronaldo. Vefsíðan FootballCritic tekur saman lista yfir þá sem hefðu unnið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár ef vítaspyrnur myndu ekki telja með. Jamie Vardy sem hreppti gullskóinn í ár með því að skora 23 mörk væri aðeins í 4. sæti ef eingöngu eru talin með mörk sem ekki eru skoruð af vítapunktinum. Danny Ings hefði verið markahæstur í ár með 21 mark, en hann skoraði aðeins eitt af vítapunktinum á nýafstaðinni leiktíð og var samtals með 22 mörk. Pierre-Emerick Aubameyang væri annar með 20 mörk, hann skoraði tvö af vítapunktinum og var því með 22 mörk í heild. Raheem Sterling hefði verið í þriðja sæti með 20 mörk en hann skoraði ekki eitt einasta mark úr víti á leiktíðinni. Jamie Vardy væri síðan í fjórða sæti með 19 mörk, fjögur af þeim 23 sem hann skoraði komu úr vítaspyrnum. Í fyrra hefði Sadio Mane hreppt gullskóinn, þá var hann með 22 mörk eins og Mohammed Salah, en Mane skoraði ekkert þeirra úr víti. Árið 2018 skoraði Salah hinsvegar 32 mörk og aðeins eitt þeirra úr víti og átti hann þann markakóngstitil fyllilega skilið.
Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira