Bjóst við því að „næsta bylgja“ kæmi seinna Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 22:51 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir vinnu við nýtt spálíkan vera í þann mund að hefjast. Nú sé verið að meta stöðuna og fara yfir gögn, enda líklegt að faraldurinn sé að fara af stað aftur og svokölluð „önnur bylgja“ að hefjast. Sjálfur bjóst hann við því að ný bylgja smita myndi koma upp seinna hér á landi. Spálíkanið er unnið í samstarfi við sóttvarnalækni og spáir það fyrir um líklega þróun Covid-19 hér á landi. Slíkt líkan var einnig unnið þegar faraldurinn hófst hér á landi í vor og vakti það mikla athygli hversu nákvæmar spárnar reyndust. Nú þykir tilefni til að hefja vinnu við nýtt líkan, en á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vera ljóst að aukning væri í kórónuveirutilfellum hér á landi. Það væri þó smekksatriði hvort kalla ætti það nýja bylgju. Það líkan sem unnið er að núna mun að einhverju leyti byggja á fyrri vinnu með tilliti til þróunar í öðrum löndum. „Það var tvennt sem skipti máli í vor; það að meta hversu mikið álagið verður á heilbrigðisþjónustuna – það er mjög mikilvægt – og sjá fyrir hvenær þetta mun toppa og snúa við. Það var alltaf svolítið mikilvægur punktur, að vita hvenær þetta væri að fara niður aftur. Þá veit maður að maður hefur náð að vinna eitthvað á þessu og skila árangri,“ segir Thor í samtali við Vísi. Þátttaka allra skiptir máli Vinnan mun taka nokkra daga og býst hann við því að það gæti orðið klárt í næstu viku, en mögulegt er þó að einhver drög liggi fyrir undir lok þessarar viku. Að sögn Thors er líkanið ekki síst mikilvægt til þess að sýna fram á hversu miklu framlag hvers og eins getur skilað. „Ef fólk tekur þátt, þá skilar það árangri. Það er svo mikilvægt að allir taki þátt í því að vera með í þessu. Það eru góð skilaboð til þess að meta stöðuna og ástandið og hvert við erum að stefna.“ Thor segir skipta miklu máli að vandað sé til verka svo hægt sé að meta stöðuna hverju sinni. Þegar veiran greindist fyrst hér á landi í vetur hafi verið til líkön sem sýndu mun svartari sviðsmynd en raunin varð. Hefði slíku líkani verið fylgt í stað þess að gera nýtt hefðu viðbrögðin sennilega verið allt önnur. Sjálfur birti hann færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Sagði hann enn vera um það bil tvær vikur í að hægt væri að segja til um hver þróunin yrði nú en lagði áherslu á að fólk færi varlega. „Bjóst við því að það yrði aðeins seinna hjá okkur“ Syddansk-háskólinn í Óðinsvéum birti í síðustu viku spálíkan þar sem áhersla var lögð á átján Evrópulönd, en þó ekki Ísland. Spálíkanið er unnið af eðlisfræðiprófessornum Francesco Sannino í samstarfi við prófessora við Háskólann í Lyon, þá Giacomo Cacciapaglia og Corentin Cot. Þar er næstu bylgju faraldursins spáð í byrjun september og hún sögð svipa til fyrstu bylgju smita. Gert er ráð fyrir því að faraldurinn fari niður á við tveimur vikum eftir að hin svokallaða seinni bylgja hefst. Þannig gerir það spálíkan ráð fyrir því að svipað margir greinist með veiruna ef gripið verður til sömu úrræða og í vor; það að virða fjarlægðarmörk og huga að einstaklinsbundnum smitvörnum. Verði það ekki gert sé hætta á að mun fleiri muni smitast. Thor segir líklegt að eitthvað verði líkt með spálíkani Syddansk-háskólans og því sem unnið er að hér heima. „Tímasetningarnar eru svolítið á flakki milli landa. Síðast byrjuðu mjög margir um mánaðamótin febrúar/mars. Ég bjóst sjálfur við því að það yrði aðeins seinna hjá okkur - ágúst/september eða jafnvel október.“ Hann sé þó ekki tilbúinn að fullyrða að tveggja vikna viðmiðið verði einnig hér á landi, enda sé vinnan ekki nógu langt komin. „En það er auðvitað eitt af því sem við viljum meta; þessi toppur og niðurleiðin aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir að toppi faraldursins sé náð Innlagnir á gjörgæslu virðast áfram fylgja svartsýnni spá. 14. apríl 2020 19:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir vinnu við nýtt spálíkan vera í þann mund að hefjast. Nú sé verið að meta stöðuna og fara yfir gögn, enda líklegt að faraldurinn sé að fara af stað aftur og svokölluð „önnur bylgja“ að hefjast. Sjálfur bjóst hann við því að ný bylgja smita myndi koma upp seinna hér á landi. Spálíkanið er unnið í samstarfi við sóttvarnalækni og spáir það fyrir um líklega þróun Covid-19 hér á landi. Slíkt líkan var einnig unnið þegar faraldurinn hófst hér á landi í vor og vakti það mikla athygli hversu nákvæmar spárnar reyndust. Nú þykir tilefni til að hefja vinnu við nýtt líkan, en á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vera ljóst að aukning væri í kórónuveirutilfellum hér á landi. Það væri þó smekksatriði hvort kalla ætti það nýja bylgju. Það líkan sem unnið er að núna mun að einhverju leyti byggja á fyrri vinnu með tilliti til þróunar í öðrum löndum. „Það var tvennt sem skipti máli í vor; það að meta hversu mikið álagið verður á heilbrigðisþjónustuna – það er mjög mikilvægt – og sjá fyrir hvenær þetta mun toppa og snúa við. Það var alltaf svolítið mikilvægur punktur, að vita hvenær þetta væri að fara niður aftur. Þá veit maður að maður hefur náð að vinna eitthvað á þessu og skila árangri,“ segir Thor í samtali við Vísi. Þátttaka allra skiptir máli Vinnan mun taka nokkra daga og býst hann við því að það gæti orðið klárt í næstu viku, en mögulegt er þó að einhver drög liggi fyrir undir lok þessarar viku. Að sögn Thors er líkanið ekki síst mikilvægt til þess að sýna fram á hversu miklu framlag hvers og eins getur skilað. „Ef fólk tekur þátt, þá skilar það árangri. Það er svo mikilvægt að allir taki þátt í því að vera með í þessu. Það eru góð skilaboð til þess að meta stöðuna og ástandið og hvert við erum að stefna.“ Thor segir skipta miklu máli að vandað sé til verka svo hægt sé að meta stöðuna hverju sinni. Þegar veiran greindist fyrst hér á landi í vetur hafi verið til líkön sem sýndu mun svartari sviðsmynd en raunin varð. Hefði slíku líkani verið fylgt í stað þess að gera nýtt hefðu viðbrögðin sennilega verið allt önnur. Sjálfur birti hann færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Sagði hann enn vera um það bil tvær vikur í að hægt væri að segja til um hver þróunin yrði nú en lagði áherslu á að fólk færi varlega. „Bjóst við því að það yrði aðeins seinna hjá okkur“ Syddansk-háskólinn í Óðinsvéum birti í síðustu viku spálíkan þar sem áhersla var lögð á átján Evrópulönd, en þó ekki Ísland. Spálíkanið er unnið af eðlisfræðiprófessornum Francesco Sannino í samstarfi við prófessora við Háskólann í Lyon, þá Giacomo Cacciapaglia og Corentin Cot. Þar er næstu bylgju faraldursins spáð í byrjun september og hún sögð svipa til fyrstu bylgju smita. Gert er ráð fyrir því að faraldurinn fari niður á við tveimur vikum eftir að hin svokallaða seinni bylgja hefst. Þannig gerir það spálíkan ráð fyrir því að svipað margir greinist með veiruna ef gripið verður til sömu úrræða og í vor; það að virða fjarlægðarmörk og huga að einstaklinsbundnum smitvörnum. Verði það ekki gert sé hætta á að mun fleiri muni smitast. Thor segir líklegt að eitthvað verði líkt með spálíkani Syddansk-háskólans og því sem unnið er að hér heima. „Tímasetningarnar eru svolítið á flakki milli landa. Síðast byrjuðu mjög margir um mánaðamótin febrúar/mars. Ég bjóst sjálfur við því að það yrði aðeins seinna hjá okkur - ágúst/september eða jafnvel október.“ Hann sé þó ekki tilbúinn að fullyrða að tveggja vikna viðmiðið verði einnig hér á landi, enda sé vinnan ekki nógu langt komin. „En það er auðvitað eitt af því sem við viljum meta; þessi toppur og niðurleiðin aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir að toppi faraldursins sé náð Innlagnir á gjörgæslu virðast áfram fylgja svartsýnni spá. 14. apríl 2020 19:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48
Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir að toppi faraldursins sé náð Innlagnir á gjörgæslu virðast áfram fylgja svartsýnni spá. 14. apríl 2020 19:52