Enski boltinn

Giggs gagn­rýnir lé­lega kaup­stefnu Man. United frá því að Fergu­son hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Giggs
Ryan Giggs vísir/getty

Ryan Giggs, ein goðsögn Manchester United, segir að kaupstefna félagsins eftir að Sir Alex Ferguson steig frá borði hafi verið allt annað en ásættanleg.

Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United, er fimmti stjórinn sem er við stjórnvölinn hjá United frá því að sá skoski hætti.

David Moyes, Louis Van Gaal og Jose Mourinho entust ekki lengi í starfi en þeir fengu þó að kaupa sína leikmenn sem sýnir sig í dag segir Giggs.

„Moyes entist ekki í eitt ár og kaupstefna félagins var út um allt,“ sagði Giggs.

„Þú varst með leikmennina hans Sir Alex, Moyes og svo Van Gaal. Mismunandi áherslur og öðruvísi leikmenn. Svo fékk Mourinho þennan hóp upp í hendurnar.“

„Svo þú ert með mismunandi leikmenn og öðruvísi kúltúr en eru þetta United leikmenn? Að losa sig við þá tekur langan tíma. Þess vegna er mikilvægt að það er stöðugleiki hjá eigendunum.“

Giggs vill að United sýni sínum fyrrum liðsfélaga, Ole Gunnar Solskjær, traust en Giggs segir að það hafi sannað sig hjá grönnunum í Liverpool.

„Til dæmis er Jurgen Klopp búinn að vera hjá Liverpool í fimm tímabil. Á hverju ári hefur hann bætt liðið en það tók hann tíma að losa sig við leikmenn sem hann vildi ekki nota. Þetta snýst ekki bara um að kaupa,“ sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×