Litlir 28 milljarðar króna undir á Wembley í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 14:01 Brentford vann báða leikina gegn Fulham í B-deildinni. getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira