Þurftu að snúa öllu á hvolf svo Plan-B gengi upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 13:11 Opnun í Arion banka á Plan-B Art Festival 2019. Í ár verður þar gluggagallerí. Aðsend/Sigrún Gyða Sveinsdóttir Plan-B Art Festival fer fram í Borgarnesi nú um helgina en þetta er fimmta árið sem hátíðin fer þar fram. Hátíðin er samtímalistahátíð og er sú fyrsta sinnar tegundar á Vesturlandi. Einn stofnenda hátíðarinnar segir að grípa hafi þurft til ýmissa ráðstafana vegna kórónuveirufaraldursins og leitað sé á ný mið hvað varði framsetningu listaverka á hátíðinni. „Sú hugsun hefur verið ríkjandi að listin eigi bara heima á höfuðborgarsvæðinu og að þetta eigi ekkert erindi út á landsbyggðina. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu og við höfum boðið 180 listamenn velkomna í Borgarnes frá upphafi og höfum verið að smjúga inn í rými í Borgarnesi sem eru alls ekki hugsuð fyrir list,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, einn stofnenda Plan-B og listfræðingur. Opnun í Grímshúsi á Plan-B Art Festival árið 2017. Verk á myndinni eru eftir Giulia Cairone, Freyju Eilíf, Linda Cuglia og Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.Aðsend Sýnt hefur verið meðal annars í Gamla sláturhúsinu, Grímshúsinu úti í Brákarey sem hýsti útgerð og á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis í íþróttahúsinu. Sýningin sýnd í gegn um glugga Í ár verður sýnt á jarðhæðinni í húsnæði Arion banka en þar verður ekki hægt að ganga inn í rýmið að sögn Ingu heldur verður sýningin sett þannig upp að gengið verður í kring um húsið og sýningin séð í gegn um glugga. Þá mun mikið fara fram á netinu, í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar, til að bregðast við hertum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. „Við verðum með gluggasýningu í Arion-banka þannig að fólk getur labbað hringinn í kring um húsið og notið listarinnar utan frá. Þar verðum við með físísk verk, þannig að þetta eru málverk, skúlptúrar og innsetningar. Það er auðvitað mjög vandasamt að sýningastýra rými sem fólk fer ekki inn í þannig að við erum líka að þrýsta á okkar mörk,“ segir Inga Björk. „Ekkert okkar hefur gert þetta áður eða þurft að takast á við svona aðstæður.“ Listamaðurinn Þröstur Valgarðsson á gjörningakvöldi í Space of Milk á Plan-B Art Festival 2019, gömlu fjósi sem notað er sem sýningarrými.Aðsend Þá er einn listamaður með sýningu í Grímshúsinu sem verður tímastýrð, það er að segja, einum sýningargesti verður hleypt inn í rýmið í einu. „Það þarf mjög mikla nánd í því verki þannig að það er í rauninni eina svæðið sem gestir mega koma inn í og þá verður það samkvæmt öllum sóttvarnarreglum.“ „Plan-B snýst um að finna nýjar leiðir“ Stofnendur og aðstandendur hátíðarinnar eiga allir rætur að rekja til Borgarfjarðar en annað á við um listamennina sem taka þátt í hátíðinni. Skipuleggjendur Plan-B, Logi Bjarnson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Bára Dís Guðjónsdóttir og Sigþóra Óðinsdóttir. Á myndina vantar Agnar Frey Stefánsson.Aðsend „Við sem stofnuðum hátíðina og erum að skipuleggja hana erum öll af Borgarnessvæðinu og komum úr skapandi greinum og okkur langaði að koma með myndlistina inn í okkar heimabyggð,“ segir Inga. „Þegar við vorum að skipuleggja hátíðina núna héldum við að Covid væri í rénun þannig að þetta var blaut tuska í andlitið en við hugsuðum með okkur að þetta er það sem Plan-B snýst um, að finna nýjar leiðir, hugsa um menningarlíf á landsbyggðinni á nýjan hátt og að gefa listinni svigrúm.“ Listamennirnir sem sótt hafa hátíðina hafa margir hverjir verið útlendir eða átt rætur að rekja til annarra landa. Inga segir að líklega hafi listamenn úr öllum heimsálfum tekið þátt en nú í ár eru nokkrir listamenn af erlendu bergi brotnir – þeir séu frá Danmörku, Póllandi, Noregi, Svíþjóð, Kóreu, Bandaríkjunum og Frakklandi. Listamennirnir sem hafa viðkomu á hátíðinni eru bæði reynslumiklir og líka listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref. „Fyrir okkur hefur Plan-B alltaf verið vettvangur fyrir listamenn til að annað hvort stíga sín fyrstu skref eða þenja út það sem þeir eru að gera í samtali við óhefðbundin rými og hvern við annan,“ segir Inga Björk. Opnun í Grímshúsi á Plan-B Art Festival árið 2017. Verk á myndinni eru eftir Giulia Cairone, Freyju Eilíf, Linda Cuglia and Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.Aðsend „Það er líka ótrúlega krefjandi fyrir listamenn að koma inn í rými sem eru engan veginn hugsuð fyrir list og við höfum alltaf haft mjög lítið fjármagn þannig að þetta er ekki hátíð sem getur reddað hinu og þessu heldur þurfa bæði skipuleggjendur og listamenn að finna leiðir til að gera hlutina þannig að þeir gangi upp,“ segir Inga Björk. Hefði ekki gengið hefðu listamennirnir ekki verið tilbúnir að snúa öllu á hvolf Nú í ár eru sautján atriði á hátíðinni en eitt þurfti að hætta við vegna aðstæðna. Hún segist nokkuð hissa á því að fleiri hafi ekki hætt við þátttöku vegna aðstæðna. „Það er í raun bara ótrúlegt að allir hinir hafi fundið leið til að aðlagast og halda dampi.“ Stærsta breytingin sé hins vegar sú að hætta þurfti við gjörningakvöld í Space of Milk í Einarsnesi sem hefur annars verið hápunktur hátíðarinnar. „Þangað hafa margir gestir komið, 120 manns í fyrra, og við ætlum að slaufa því og færa yfir á netið,“ segi Inga Björk. „Það er í rauninni listamönnunum að þakka að þetta muni takast vegna þess að þeir hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir okkar um að snúa þessu öllu á hvolf. Þetta hefði ekki verið hægt nema út af því að þau eru tilbúin til þess að aðlaga verkin sín að þessum breyttu aðstæðum og sýna verkin í þessum skrýtnu aðstæðum,“ segir Inga. Borgarbyggð Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Plan-B Art Festival fer fram í Borgarnesi nú um helgina en þetta er fimmta árið sem hátíðin fer þar fram. Hátíðin er samtímalistahátíð og er sú fyrsta sinnar tegundar á Vesturlandi. Einn stofnenda hátíðarinnar segir að grípa hafi þurft til ýmissa ráðstafana vegna kórónuveirufaraldursins og leitað sé á ný mið hvað varði framsetningu listaverka á hátíðinni. „Sú hugsun hefur verið ríkjandi að listin eigi bara heima á höfuðborgarsvæðinu og að þetta eigi ekkert erindi út á landsbyggðina. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu og við höfum boðið 180 listamenn velkomna í Borgarnes frá upphafi og höfum verið að smjúga inn í rými í Borgarnesi sem eru alls ekki hugsuð fyrir list,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, einn stofnenda Plan-B og listfræðingur. Opnun í Grímshúsi á Plan-B Art Festival árið 2017. Verk á myndinni eru eftir Giulia Cairone, Freyju Eilíf, Linda Cuglia og Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.Aðsend Sýnt hefur verið meðal annars í Gamla sláturhúsinu, Grímshúsinu úti í Brákarey sem hýsti útgerð og á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis í íþróttahúsinu. Sýningin sýnd í gegn um glugga Í ár verður sýnt á jarðhæðinni í húsnæði Arion banka en þar verður ekki hægt að ganga inn í rýmið að sögn Ingu heldur verður sýningin sett þannig upp að gengið verður í kring um húsið og sýningin séð í gegn um glugga. Þá mun mikið fara fram á netinu, í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar, til að bregðast við hertum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. „Við verðum með gluggasýningu í Arion-banka þannig að fólk getur labbað hringinn í kring um húsið og notið listarinnar utan frá. Þar verðum við með físísk verk, þannig að þetta eru málverk, skúlptúrar og innsetningar. Það er auðvitað mjög vandasamt að sýningastýra rými sem fólk fer ekki inn í þannig að við erum líka að þrýsta á okkar mörk,“ segir Inga Björk. „Ekkert okkar hefur gert þetta áður eða þurft að takast á við svona aðstæður.“ Listamaðurinn Þröstur Valgarðsson á gjörningakvöldi í Space of Milk á Plan-B Art Festival 2019, gömlu fjósi sem notað er sem sýningarrými.Aðsend Þá er einn listamaður með sýningu í Grímshúsinu sem verður tímastýrð, það er að segja, einum sýningargesti verður hleypt inn í rýmið í einu. „Það þarf mjög mikla nánd í því verki þannig að það er í rauninni eina svæðið sem gestir mega koma inn í og þá verður það samkvæmt öllum sóttvarnarreglum.“ „Plan-B snýst um að finna nýjar leiðir“ Stofnendur og aðstandendur hátíðarinnar eiga allir rætur að rekja til Borgarfjarðar en annað á við um listamennina sem taka þátt í hátíðinni. Skipuleggjendur Plan-B, Logi Bjarnson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Bára Dís Guðjónsdóttir og Sigþóra Óðinsdóttir. Á myndina vantar Agnar Frey Stefánsson.Aðsend „Við sem stofnuðum hátíðina og erum að skipuleggja hana erum öll af Borgarnessvæðinu og komum úr skapandi greinum og okkur langaði að koma með myndlistina inn í okkar heimabyggð,“ segir Inga. „Þegar við vorum að skipuleggja hátíðina núna héldum við að Covid væri í rénun þannig að þetta var blaut tuska í andlitið en við hugsuðum með okkur að þetta er það sem Plan-B snýst um, að finna nýjar leiðir, hugsa um menningarlíf á landsbyggðinni á nýjan hátt og að gefa listinni svigrúm.“ Listamennirnir sem sótt hafa hátíðina hafa margir hverjir verið útlendir eða átt rætur að rekja til annarra landa. Inga segir að líklega hafi listamenn úr öllum heimsálfum tekið þátt en nú í ár eru nokkrir listamenn af erlendu bergi brotnir – þeir séu frá Danmörku, Póllandi, Noregi, Svíþjóð, Kóreu, Bandaríkjunum og Frakklandi. Listamennirnir sem hafa viðkomu á hátíðinni eru bæði reynslumiklir og líka listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref. „Fyrir okkur hefur Plan-B alltaf verið vettvangur fyrir listamenn til að annað hvort stíga sín fyrstu skref eða þenja út það sem þeir eru að gera í samtali við óhefðbundin rými og hvern við annan,“ segir Inga Björk. Opnun í Grímshúsi á Plan-B Art Festival árið 2017. Verk á myndinni eru eftir Giulia Cairone, Freyju Eilíf, Linda Cuglia and Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.Aðsend „Það er líka ótrúlega krefjandi fyrir listamenn að koma inn í rými sem eru engan veginn hugsuð fyrir list og við höfum alltaf haft mjög lítið fjármagn þannig að þetta er ekki hátíð sem getur reddað hinu og þessu heldur þurfa bæði skipuleggjendur og listamenn að finna leiðir til að gera hlutina þannig að þeir gangi upp,“ segir Inga Björk. Hefði ekki gengið hefðu listamennirnir ekki verið tilbúnir að snúa öllu á hvolf Nú í ár eru sautján atriði á hátíðinni en eitt þurfti að hætta við vegna aðstæðna. Hún segist nokkuð hissa á því að fleiri hafi ekki hætt við þátttöku vegna aðstæðna. „Það er í raun bara ótrúlegt að allir hinir hafi fundið leið til að aðlagast og halda dampi.“ Stærsta breytingin sé hins vegar sú að hætta þurfti við gjörningakvöld í Space of Milk í Einarsnesi sem hefur annars verið hápunktur hátíðarinnar. „Þangað hafa margir gestir komið, 120 manns í fyrra, og við ætlum að slaufa því og færa yfir á netið,“ segi Inga Björk. „Það er í rauninni listamönnunum að þakka að þetta muni takast vegna þess að þeir hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir okkar um að snúa þessu öllu á hvolf. Þetta hefði ekki verið hægt nema út af því að þau eru tilbúin til þess að aðlaga verkin sín að þessum breyttu aðstæðum og sýna verkin í þessum skrýtnu aðstæðum,“ segir Inga.
Borgarbyggð Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira