Skora á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2020 22:32 Frá lagningu bundins slitlags á Grafningsveg í síðustu viku. Mynd/Jakob Guðnason. Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob. Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob.
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira