Íslenski boltinn

Gæti verið fleygt úr Evrópu­keppnunum setji stjórn­völd strangari ferða­tak­markanir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæði KR og FH eru á leið í Evrópukeppnir.
Bæði KR og FH eru á leið í Evrópukeppnir. vísir/bára

Íslensku félögunum, sem og öðrum, gæti verið hent út úr Evrópukeppnum UEFA geti þau ekki spilað leikina í forkeppnum Meistara- og Evrópudeildarinnar vegna ferðatakmarkan eða reglna um sóttkví.

KR er á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar og Breiðablik, FH og Víkingur munu taka þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar en Evrópuleikir þessara liða eiga að fara fram undir lok mánaðarins.

Kórónuveiran hefur blossað upp á ný í nokkrum löndum að undanförnu. Þar á meðal hér á Íslandi og íslenskur fótbolti hefur verið settur á pásu fram til 13. ágúst í það minnsta.

UEFA hefur þess vegna sett upp nokkrar reglur hvað varðar leikina í Evrópukeppnunum 2020/2021 og hægt verður að vísa liðum úr keppni uppfylli félögin ekki þessi skilyrði.

Þegar dregið verður í Evrópukeppninnar mun UEFA taka inn í myndina ferðatakmarkanir í viðkomandi löndum sem og reglur um sóttkví. Einungis einn leikur fer fram í fyrstu viðureignunum í ár í stað tveggja.

Muni reglur um ferðatakmarkanir breytast eftir að drátturinn hefur verið farið fram sem og samræður um hvar leikurinn muni fara fram, gæti viðkomandi lið verið dæmt úr keppni.

Ein helsta reglan sem UEFA hefur sett á laggirnar er að þeir hafa heimild fyrir því að dæma heimaliðið úr leik, geta þau ekki boðið upp á að spila leikinn á óháðum velli í öðru landi en heimalandinu, verði ekki hægt að ferðast til viðkomandi lands vegna ferðatakmarkana.

Gildi hér á landi algjört ferðabann og íslensku liðin komist ekki í Evrópuleik sem á að fara ytra, verða þau dæmd úr keppni. Komist bæði liðin, í umræddi viðureign, ekki á leikstað verða þau að öllum líkindum bæði dæmd úr keppni.

Það er því ljóst að það er mikið undir hjá íslensku liðunum, að þau komist í sína Evrópuleik enda ansi margar milljónir í spilunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×