Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 15:50 Þrífa þurfti upp blóð og 25 sprautunálar. Facebook Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira