„Er og verð alltaf KR-ingur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 19:35 Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti