Guðrún Brá stefnir á sigur þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 20:15 Guðrún Brá á titil að verja um helgina. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð
Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30
Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30