Dularfull færsla Zlatan Ibrahimovic vekur von hjá stuðningsmönnum Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 11:00 Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með Manchester United en missti þó af úrslitaleiknum vegna meiðsla. EPA/PETER POWELL Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira