Næstum því níu af hverjum tíu ánægð með þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 16:00 Flotti fulltrúar Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú i fyrra. Mynd/ÍSÍ Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar fyrir árið 2020 kemur meðal annars fram að 88 prósent nemenda sem æfa íþróttir eru ánægðir með þjálfarann sinn. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85 prósent. Lykiltölur í íþróttaiðkun nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020Skjámynd/ÍSÍ „Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Þar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi liður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þetta er mikill fjöldi, því um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands en það er líka hægt er að horfa á kynninguna hér fyrir neðan. Margrét Lilja Guðmundsdóttir segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti skipulags íþróttastarfs: „Við sjáum hvaða þættir það eru sem eru verndandi og hvaða þættir það eru sem draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun, sér í lagi vímuefnaneyslu. Við sjáum að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur forvarnargildi,“ sagði Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Það má sjá alla Ánægjuvogina með því að smella hér. Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar fyrir árið 2020 kemur meðal annars fram að 88 prósent nemenda sem æfa íþróttir eru ánægðir með þjálfarann sinn. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85 prósent. Lykiltölur í íþróttaiðkun nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020Skjámynd/ÍSÍ „Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Þar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi liður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þetta er mikill fjöldi, því um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands en það er líka hægt er að horfa á kynninguna hér fyrir neðan. Margrét Lilja Guðmundsdóttir segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti skipulags íþróttastarfs: „Við sjáum hvaða þættir það eru sem eru verndandi og hvaða þættir það eru sem draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun, sér í lagi vímuefnaneyslu. Við sjáum að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur forvarnargildi,“ sagði Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Það má sjá alla Ánægjuvogina með því að smella hér.
Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira