Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 13:39 Tómas Eiríksson Hjaltested spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins og náði meðal annars fugli á þremur holum í röð. Mynd/GSÍ/Seth Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira