Golf

Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas Eiríksson Hjaltested spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins og náði meðal annars fugli á þremur holum í röð.
Tómas Eiríksson Hjaltested spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins og náði meðal annars fugli á þremur holum í röð. Mynd/GSÍ/Seth

Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö.

Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu.

Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu.

Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu.

Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum.

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×