Enski boltinn

Ekki lengur fimm skiptingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni máttu gera fimm breytingar í síðustu umferðunum, eða eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.
Knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni máttu gera fimm breytingar í síðustu umferðunum, eða eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. getty/Tottenham Hotspur

Félögin í ensku úrvalsdeildinni kusu í dag gegn því að leyfa áfram fimm skiptingar í leikjum.

Ákveðið var að leyfa fimm skiptingar í leikjum í stað þriggja þegar keppni hófst á ný í ensku úrvalsdeildinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 

Var þetta gert til að liðin hefðu meiri möguleika til að dreifa álaginu á sína leikmenn þegar leikið væri þétt. Þetta kerfi var einnig tekið upp í öðrum deildum, m.a. hér á Íslandi.

Í dag kusu félögin í ensku úrvalsdeildinni um hvort þetta kerfi ætti áfram að vera við lýði á næsta tímabili. Níu félög af 20 kusu með því en ellefu á móti. Fjórtán lið hefðu þurft að samþykkja tillöguna.

Eftir að keppni hófst á ný í júní máttu lið vera með 20 leikmenn í hóp. Á næsta tímabili verða þeir átján eins og venjan hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×